Um okkur
Javelin sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við hagnýtingu gervigreindar. Við erum ekki að finna upp hjólið, heldur hjálpum fyrirtækjum að nýta bestu tiltæku lausnirnar.
Þrjú skref að árangri
AI-læsi
Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að byggja upp trausta undirstöðuþekkingu meðal starfsfólks.
Greining tækifæra
Við kortleggjum núverandi ferla og finnum tækifæri til umbóta með gervigreind.
Innleiðing
Við aðstoðum við innleiðingu á völdum lausnum, hvort sem um ræðir þjálfun á tilbúnum lausnum eða þróun sérsniðinna lausna.
Okkar markmið
Að efla íslensk fyrirtæki með nýjustu tækni í gervigreind og gera þeim kleift að ná forskoti á sínu sviði.
Af hverju Javelin?
- Sérfræðiþekking á gervigreind
- Reynsla af fjölbreyttum verkefnum
- Persónuleg þjónusta og eftirfylgni
- Áhersla á hagnýtar lausnir
Teymið

Sverrir Heiðar Davíðsson
Sverrir Heiðar Davíðsson er hugbúnaðarverkfræðingur og starfaði þar til nýlega sem leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar hjá Orkuveitunni. Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ. Hann er með hálfan áratug af reynslu með gervigreind að baki. Sverrir hefur kennt námskeið og haldið fyrirlestra um hagnýtingu gervigreindar hjá Endurmenntun og fjölmörgum fyrirtækjum síðan 2023.
[email protected]
Steve Andersen
Steve er reynslumikill frumkvöðull sem hefur ástríðu fyrir því að nota tækni til að efla frumkvöðla og fyrirtæki um allan heim. Hann hefur stofnað og setið í stjórn fjölda fyrirtækja, þar á meðal Amplify Communications Group og JourneyTeam. Hann hefur áratuga reynslu af stjórnun, markaðsstjórnun, stefnumótun og hefur hjálpað mörgum fyrirtækjum og frumkvöðlum að vaxa í gegnum ýmis þróunarstig.
[email protected]
Pétur Már Sigurðsson
Pétur Már Sigurðsson starfar sem sérfræðingur í innleiðingu gervigreindar. Pétur hefur mikla reynslu sem forritari og tæknistjóri og sinnir fjölbreyttum verkefnum í ráðgjöf, fræðslu, innleiðingu og gerð á ýmsum AI lausnum.

Kristján Gíslason
Kristján er iðnaðarverkfræðingur með BS og MS gráður frá Háskóla Íslands og starfar sem viðskiptaþróunar og verkefnastjóri fyrir Javelin AI. Kristján hefur starfað við umbætur og stafvæðingu ferla í framleiðslu og þungaiðnaði. Hann hefur reynslu af sjálfvirknivæðingu og gagnadrifinni ákvarðanatöku. Kristján hefur einnig kennt ýmis námskeið í gæðastjórnun, straumlínustjórnun og aðferðafræði við lausn verkefna.
Þjónusta okkar
Þjálfun og fræðsla
Námskeið
Ítarleg og hagnýt námskeið um gervigreind fyrir starfsfólk og stjórnendur
Fyrirlestrar
Áhugaverðir og fræðandi fyrirlestrar um nýjustu tólin og þróun í gervigreind
Ráðgjöf
Stefnumótandi ráðgjöf
Heildstæð ráðgjöf fyrir framtíðarsýn fyrirtækisins í gervigreind
Verkefnamiðuð ráðgjöf
Ráðgjöf fyrir ákveðin verkefni, starfsfólk eða áskoranir
Ýmis AI verkefni
Sérhæfð aðstoð
Fáðu sérhæfða aðstoð við innleiðingu nýrra AI lausna
Sérsniðnar lausnir
Láttu sérsníða lausnir að ykkar umhverfi og áskorunum
Hafðu samband
Við hlökkum til að heyra frá þér. Hafðu samband fyrir fyrirspurnir eða til að ræða samstarf:
- Javelin ehf
- Borgartún 27, 105 Reykjavík
- Kennitala: 560824-2030