ChatGPT námskeið

Lærðu að nota gervigreind á hagnýtan og öruggan hátt án þess að týnast í endalausum möguleikum.

9 námskeið fundust
Grunnnámskeið
Hagnýtar gervigreindarlausnir

Grunnnámskeið

Námskeið þar sem litið er á gervigreindina sem verkfæri til að auka afköst og bæta lífið okkar. Á námskeiðum okkar er farið yfir hvernig ChatGPT og önnur spunagreindartól virka, geta gagnast okkur og hverjar takmarkanir þeirra eru. Einnig er farið í hvernig þau geta stutt við fjölbreytt verkefni og hvernig hver og einn getur aðlagað tólið að sínu starfi.

7 klst
69.900 kr.
jan20
Höfuðborgarsvæðið Fullbókað
13:00 - 16:30Endurmenntun HÍ
Fullbókað
jan27
Höfuðborgarsvæðið
08:30 - 12:00Endurmenntun HÍ
feb4
Höfuðborgarsvæðið Fullbókað
13:00 - 16:30Endurmenntun HÍ
Fullbókað
feb11
Höfuðborgarsvæðið
13:00 - 16:30Endurmenntun HÍ
feb16
Höfuðborgarsvæðið
13:00 - 16:30Endurmenntun HÍ
Framhaldsnámskeið
Hagnýtar gervigreindarlausnir

Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið sem fer dýpra í hagnýta notkun gervigreindar. Farið er yfir RAG, erindreka og val á líkönum með áherslu á verklegar æfingar, gagnrýna hugsun og skilning á möguleikum og takmörkunum.

3.5 klst
39.900 kr.
jan27
Höfuðborgarsvæðið
13:00 - 16:30Endurmenntun HÍ
jan29
Höfuðborgarsvæðið
08:30 - 12:00Endurmenntun HÍ
feb5
Höfuðborgarsvæðið
08:30 - 12:00Endurmenntun HÍ
feb10
Höfuðborgarsvæðið
13:00 - 16:30Endurmenntun HÍ

Af hverju þetta námskeið?

Kennsla frá sérfræðingum

Kennsla frá raunverulegum sérfræðingum sem vinna við að innleiða gervigreindarlausnir hjá fyrirtækjum.

Gervigreindarlæsi

Kennt er á ChatGPT en þekkingin yfirfærist á Copilot, Gemini og Claude. Þú munt skilja tæknina betur, takmarkanir hennar og hvernig þú stýrir henni á öruggan hátt.

Blandað fyrirkomulag

Fyrirlestrar og æfingar til skiptis, með nægum tíma fyrir spurningar og aðstoð.

Uppfært námsefni

Reglulegar uppfærslur á námsefni í takt við þróun gervigreindarinnar.

Eftir námskeiðið geturðu

  • Notað ChatGPT í þínu starfi og einkalífi.
  • Notað helstu tól til að vinna með texta, gögn og myndrænt efni.
  • Notað gervigreind án þess að vera í vafa um hvað má m.t.t. persónuverndar og gagnaöryggis.
  • Skilið hvernig þú færð sem mest út úr gervigreindinni.

Fyrir hverja?

Fyrir fólk sem vill verða sjálfbjarga í notkun ChatGPT í starfi. Hentar bæði byrjendum og þeim sem eru byrjaðir að nota tæknina og vilja gera meira.

Dagskrá grunnnámskeiðsins

1

Dagur 1 — Grunnur og samskipti

  • ChatGPT frá grunni: viðmót, stillingar og lykilhugtök.
  • Gervigreindarlæsi, takmarkanir og gæðamat.
  • Hugsunarlíkön og samskipti.
  • Fjölbreytt sýnidæmi og æfingar.
2

Dagur 2 — Tól, gögn og verkefnavinna

  • Notkun helstu tóla ChatGPT: myndrænt efni, rödd og vinna með skjöl.
  • Greining og framsetning gagna.
  • Verklag í stærri verkefnum.
  • Verkefni sem krefjast notkunar margra tóla.

Kennarar

Sverrir Heiðar Davíðsson

Sverrir Heiðar Davíðsson

Forstjóri

Hugbúnaðarverkfræðingur og starfaði þar til nýlega sem leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar hjá Orkuveitunni. Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ. Hann er með hálfan áratug af reynslu með gervigreind að baki.

sverrir@javelin.is
Pétur Már Sigurðsson

Pétur Már Sigurðsson

Forritari & Sérfræðingur

Reyndur forritari og sérfræðingur í innleiðingu og þróun gervigreindarlausna. Hann starfaði áður sem forritari hjá SalesCloud og er einn stofnenda Cliezen. Pétur hefur yfir 6 ára reynslu af hugbúnaðarþróun og 3 ára reynslu af hönnun og forritun gervigreindalausna.

petur@javelin.is
Vagn Margeir Smelt

Vagn Margeir Smelt

Kennari & ráðgjafi

Vagn er með BA í heimspeki og hefur reynslu af verkefnastjórnun, nýsköpun og kennslu og starfar sem kennari og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar.

vagn@javelin.is

Hafðu samband við okkur

Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um námskeiðin eða ræða við okkur um námskeið fyrir fyrirtækið þitt, fylltu út formið hér fyrir neðan og við hafum samband.