Námskeið

Ítarleg og hagnýt námskeið um gervigreind í samstarfi við símenntunarstöðvar og fyrir fyrirtæki

dots pattern
Hagnýtar gervigreindarlausnir: Gervigreind í daglegu lífi og starfi

Hagnýtar gervigreindarlausnir: Gervigreind í daglegu lífi og starfi

Námskeið þar sem litið er á gervigreindina sem virkt verkfæri til að bæta störf og einfaldara líf. Hér er farið yfir hvernig ChatGPT og önnur spunagreindartól virka í raun, hvernig þau geta stutt við fjölbreytt verkefni og hvernig hver og einn getur nýtt tæknina að sínu áhugasviði.

2 dagar | 3.5 klst. á dag
Endurmenntun Háskóla Íslands
Skráning
Hagnýting gervigreindar í iðnaði

Hagnýting gervigreindar í iðnaði

Hagnýtt námskeið ætlað fagfólki í iðnaði sem vill nýta gervigreind til að bæta vinnuflæði, auka skilvirkni og einfalda dagleg verkefni. Fjallað er um hvernig ChatGPT og önnur spunagreindartól virka í raun og hvernig þau nýtast í að leysa raunveruleg verkefni í iðnaði – frá skýrslugerð og samskiptum yfir í greiningar og skipulag.

1 dagur | 6 klst.
IÐAN fræðslusetur
Skráning

Kennarar

Sverrir Heiðar Davíðsson

Sverrir Heiðar Davíðsson

Framkvæmdastjóri

Hugbúnaðarverkfræðingur og starfaði þar til nýlega sem leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar hjá Orkuveitunni. Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ. Hann er með hálfan áratug af reynslu með gervigreind að baki.

sverrir@javelin.is
Pétur Már Sigurðsson

Pétur Már Sigurðsson

Forritari & Sérfræðingur

Reyndur forritari og sérfræðingur í innleiðingu og þróun gervigreindarlausna. Hann starfaði áður sem forritari hjá SalesCloud og er einn stofnenda Cliezen. Pétur hefur yfir 6 ára reynslu af hugbúnaðarþróun og 3 ára reynslu af hönnun og forritun gervigreindalausna.

petur@javelin.is
Kristján Gíslason

Kristján Gíslason

Sérfræðingur

Hefur yfir 3 ára reynslu af umbótum og stafvæðingu ferla í framleiðslu og þungaiðnaði. Kristján er með B.Sc. og M.Sc. gráður í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur kennt fjölmörg námskeið í gæðastjórnun, straumlínustjórnun og aðferðafræði við lausn verkefna.

kristjan@javelin.is